Coerver námskeið

Coerver Coaching með samþykki frá Adidas Global ætla að bjóða félögum í KÞÍ (50 fyrstu sem skrá sig) frítt á þjálfaranámskeiðið okkar um næstu helgi.


Um er að ræða sama skráningarhlekk og áður en menn setja inn PREDATORFREAK í ,,code” og þá fá menn frítt á námskeiðið.


https://coerver.no/product/adidas-coaches-clinic-april


Er þetta liður í að styðja þjálfara á þessum erfiðu tímum og þetta vill Coerver Coaching í þeirri viðleitni.

Coerver námskeið

Adidas coaches clinic 202110. og 11. apríl.

Námskeiðið inniheldur meira en 40 nýjar Coerver æfingar sem þú getur notað á æfingum liðsins.

Gagnvirk e-book sem þú getur tekið með þér á völlinn t.d. í símanum.

40 æfingar sem leikmennirnir ykkar geta notað fyrir utan skipulagða þjálfun.

Og margt fleira!

Skráðu þig núna!

https://coerver.no/product/adidas-coaches-clinic-april

Fyrir frekari upplýsingar þá er hægt að hafa samband á heidar.torleifsson@coerver.is

Pistill til félagsmanna

Kæru knattspyrnuþjálfarar

Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands (KÞÍ) vill byrja á að þakka þeim sem hafa skráð sig í félagið. Við hvetjum aðra til að ganga til liðs við félagið. Félagið hefur stækkað og styrkst undanfarin ár og stendur vel.

Til að halda áfram að skapa umgjörð í kringum þjálfara og veita þeim aðhald er brýnt að þjálfarar bindist samtökum. KÞÍ sendi rafrænan greiðsluseðil í heimabanka þeirra sem áður hafa verið í félaginu.

Einnig er hægt að skrá sig í félagið með því að greiða inná reikning félagsins með skýringuna „árgjald 2021“: Reikningur nr. 0140-26-051279 (kt. 501279-0139). Árgjaldið er það sama og áður einungis, 6.000 kr.

Eins og fyrri ár fylgir gjöf með árgjaldinu sem kynnt verður betur síðar. Þeir sem hafa greitt árgjaldið og síðustu tvö ár geta sótt um veglega styrki að upphæð 75 þús. kr. til endurmenntunar. Senda skal umsókn um styrki á netfangið kthi@kthi.is.

Árið 2021 er og verður ár viðspyrnu á Íslandi. Það á einnig við um þjálfarafélagið okkar. Við erum að fara inn í nýtt starfsár með nýjum stjórnarmeðlimum þar sem formaður og aðrir stjórnarmenn stíga til hliðar.

Aðalfundur félagsins hefur verið settur á 21. apríl næstkomandi. Tilnefningar til stjórnarkjörs KÞÍ skulu berast stjórn KÞÍ á netfang félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Til að halda áfram að byggja ofan á félagið okkar, hvetjum við félagsmenn til að ganga frá greiðslu árgjalds í tíma.

Ef spurningar vakna ekki hika við að senda okkur línu á kthi@kthi.is

Kveðja

Stjórn KÞÍ

Jozef Venglos látinn (1936-2021)

Þær sorgarfréttir bárust að fyrrverandi formaður AEFCA, evrópskra knattspyrnuþjálfarafélagsins og heiðursformaður þess er látinn 85 ára að aldri. Hann náði eftirtektarverðum árángri sem þjálfari landsliðs Tékkóslóvakíu og má þar nefna 3. sæti á EM 1980 og 8-liða úrslit á HM 1990. Auk þjálfaði hann m.a. stórlið Aston Villa og Glasgow Celtic. Tilkynningu AEFCA má lesa hér að neðan þar sem Jozef Venglos er minnst:

ALLIANCE OF EUROPEAN FOOTBALL COACHES’ ASSOCIATIONS

Dr. Jozef Venglos 18.2.1936 – 26.1.2021 

 The Gentleman left the pitch. 

It is with great sadness that AEFCA has to give notice the death of its long-time President and  Honorary President Dr. Jozef Venglos. 

He passed away within the close family circle in his house in Bratislava after a long illness. 

Dr. Venglos was elected in 1996 at the 6th General Assembly of AEFCA (former UEFT) in Limassol  and became 3rd. AEFCA-President – a function he has exercised with the highest proficiency and  commitment ever since his retirement in 2013.  

The General Assembly elected him because of his outstanding service to the AEFCA to the  1st Honorary President of AEFCA in Antalya 2013. 

Under his leadership, the AEFCA (former UEFT) developed into a junior partner of UEFA and FIFA,  he used his large network and contacts for the benefit of the AEFCA and set the course for a  successful future.

Joe as his friends called him, plied his trade with topclub Slovan Bratislava, the team he  remained loyal to for 12 years, captaining his side to win the CSSR-Championship in 1955. He won a total of 33 caps for his country´s various national and olympic teams. 

After his playing career, Venglos gained his first experience as headcoach of the Australian  national team from 1967-1969, during which period he also managed professional club side  FC Sydney Prague. 

Following his return home in 1969 he continued his remarkable coaching career by accepting  the position of coach for VSS Kosice until 1971.  

At he same time he was entrusted with coaching the Czechoslovakian U23 national team,  which was crowned European Champion in 1972. 

More sweet success arrived in the shape of one CSSR cup- and two championships with  Slovan Bratislava 1973 – 1976. 

Czechoslovakian FA was keen to secure the rising star´s service for its national « A » team  together with headcoach Vaclav Jezek.  

The 1976 European Championship in Jugoslavia turned out a huge success for Jezek and  Venglos, who joined their country in celebration when the CSSR national team beat Germany  on penalties in the final in Belgrade. 

He continued as headcoach until 1982, coming third at the 1980 European Championship in Italy. During his second assignment to CSSR headcoach (1987-1990) the national team went through  to the quarterfinals of the 1990 FIFA World Cup in Italy. 

Other milestones of his coaching career included positions as national teamcoach of Slovakia,  Malaysia, Oman, as well as headcoach of various topclubs (Sporting Lisbon, Aston Villa,  Fenerbace Istanbul, Celtic Glasgow) in Europe and beyond (JEF United, Japan). 

Dr. Jozef Venglos was a true ambassador of the game, passing on the vast experience he has  acquired over many years. A frequent traveller, he lead a globetrotting life as one of UEFA´s  Technical Advisors or as a Technical Instructor for, and on behalf of, FIFA. 

Several times he was in important part of the technical study groups at the FIFA worldchampion ships in Mexico 1986, in USA 1994, in France 1998 and in Korea/Japan in 2002. Jozef chaired the UEFA Technical Development Committee for years.  

On the occasion of FIFA´s Centenary in 2014 at the congress in Paris he was awarded the  « FIFA Centenial Order of Merit » for his outstanding achievements in the game. 

In 2007 he was awarded the Diamond Order of Merit of UEFA for the development of football. Slovakian FA and journalists appointed him Coach of the Century

There is no doubt that Jozef left his mark on slovakian, european and international football. One of the greatest gentlemen in football has left us forever, he will be truly missed. 

Our thoughts and compassion are with his family 

Rest in Peace, dear friend Joe. 

Walter Gagg

AEFCA President

Jürgen Pforr 

AEFCA Secretary General

Ingó spilar fyrir þjálfara

Sælir þjálfarar og gleðilega hátíð

Í tilefni stórafmælis KÞÍ ætlum við að vera með smá gleði miðvikudaginn 30. desember. Eins og allir vita þá hefur ekki verið hægt að halda neina viðburði eins og við hefðum viljað í ár vegna Covid faraldursins, eins og til að mynda ráðstefnur og afmælisveislu.

Þess vegna höfum við fengið Ingólf Þórarinsson fyrrum leikmann Fram, Selfoss, Víkings R. og fleiri liða betur þekktur sem Ingó veðurguð til að spila fyrir okkur þjálfara í 40 mínútur og hefst viðburðurinn kl. 21:00.

Streymið verður opið fyrir alla þjálfara á facebooksíðu KÞÍ og mun linkurinn birtast á miðvikudaginn hér á síðunni.

Jólakveðja

Stjórn KÞÍ

KÞÍ 50 ára

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) fagnar 50 ára afmæli í dag, föstudaginn 13. nóvember.

KÞÍ var stofnað árið 1970 en það var Albert Guðmundsson þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sem var helsti hvatamaður þess. KÞÍ sinnir fræðslumálum þjálfara eftir fremsta megni og stendur árlega fyrir fræðsluviðburðum, ýmist sjálfstætt eða í samvinnu við KSÍ. Þá hefur stjórn félagsins veitt félagsmönnum sínum styrki til endurmenntunar erlendis. Önnur verkefni stjórnar snúa meðal annars að aðstoð við félagsmenn, en oft lúta slík mál að starfslokum þjálfara þar sem misvel er staðið að málum hjá félögum.Til stóð að fagna afmælisárinu 2020 með ýmsum viðburðum og ráðstefnuhaldi en það hefur verið óframkvæmanlegt vegna aðstæðna eins og kunnugt er.

Í tilefni stórafmælisins gefur KÞÍ út glæsilegt afmælisrit, sem kemur út bæði rafrænt og á prenti og inniheldur ýmsar áhugaverðar greinar og viðtöl við þjálfara. Vonandi verður blaðið mikilvæg söguleg heimild um starfsemi KÞÍ.

Loks kynnir félagið nýja og endurbætta heimasíðu KÞÍ (kthi.is) og nýtt merki félagsins.

Aðalfundur KÞÍ 2020

Ágætu félagsmenn og aðrir hlutaðeigandi.

Hinn 4. júní sl. var aðalfundur KÞÍ haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. Um 15 manns sóttu fundinn en honum var einnig streymt á fésbókarsíðu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn sem það er gert og virðist það hafa tekist nokkuð vel. Þá er þetta einnig í fyrsta sinn sem aðalfundur KÞÍ er í júní. Það á sér tvenns konar skýringar, annars vegar vegna breytinga sem urðu á lögum KÞÍ á síðasta aðalfundi þess efnis að nú er reikningsárið almanaaksárið og því fer aðalfundur fram á tímabilinu febrúar til apríl ár hvert og hins vegar tafir vegna COVID-19.

Dagskrá aðalfundar var hefðbundin. Er hér tæpt á því helsta.

Í upphafi gerði Hákon Sverrisson, sem er starfandi formaður KÞÍ í forföllum Sigurðar Þóris Þorsteinssonar sem er í námsleyfi í Þýskalandi, grein fyrir skýrslu stjórnar KÞÍ vegna síðasta starfsárs sem að þessu sinni var frá 1. september 2018 til og með 31. desember 2019 vegna fyrrgreindra breytinga á lögum KÞÍ. Ýmislegt kom fram í skýrslu stjórnar en það markverðasta er e.t.v. að unnið er að því koma nýrri heimasíðu KÞÍ í loftið á næstunni. Mun það verða kynnt betur þegar þar að kemur.   

Því næst gerði Birgir Jónasson, gjaldkeri KÞÍ, grein fyrir reikningsskilum félagsins. Fram kom að staða félagsins hefur aldrei verið betri, þ.e. bæði er hagnaður félagsins meiri en áður hefur verið og eiginfjárstaðan er einnig betri en dæmi eru um. Skýringar á þessu eru m.a. þær að félagið hefur verið ötult í að afla fjár þar sem nú í ár er afmælisár sem fyrirséð er að muni verða nokkuð kostnaðarsamt. 

Á fundinum voru bornar upp og samþykktar viðamiklar breytingar á lögum KÞÍ. Um ræðir tillögur frá gjaldkera félagsins. Nánar tiltekið er um að ræða mestu breytingar sem gerðar hafa verið á lögum KÞÍ frá stofnun félagsins. Í stuttu máli er þeim ætlað að mæla fyrir um jafnrétti, valddreifingu, aukið lýðræði og góða stjórnarhætti. Eru félagsmenn hvattir til þess að kynna sér þessar breytingar en þær verða birtar inni á heimasíðu félagsins innan skamms.

Kosningar stjórnarmanna og varamanna í stjórn fóru fram á fundinum en kosið var um sæti tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna. Þrír stjórnarmenn hættu störfum, þeir Aðalbjörn Hannesson, Daði Rafnsson og Halldór Þ. Halldórsson. Eru þeim veittar innilegar þakkir fyrir störf þeirra í þágu KÞÍ. Þau Helga Helgadóttir og Þórhallur Siggeirsson voru kosin stjórnarmenn og þeir Kristján Gylfi Guðmundsson og Jóhann Kristinn Gunnarsson voru kosnir í varastjórn. Þau Helga, Þórhallur og Jóhann Kristinn eru ný í stjórn félagsins en Kristján Gylfi var kosinn varamaður í annað sinn. Eru þau boðin velkomin til starfa.

Veittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun. Um er að ræða nýja nálgun hjá stjórn KÞÍ þar sem hætt hefur verið að veita sérstök verðlaun fyrir efstu deild karla og kvenna og yngriflokka þjálfun. Er von stjórnar að þetta gefist vel. Eftirfarandi þjálfarar hlutu verðlaun:

  • Alfreð Elías Jóhannsson, knattspyrnuþjálfari hjá Selfossi.
  • Helga Helgadóttir, knattspyrnuþjálfari hjá Haukum.
  • Ingvi Sveinsson, knattspyrnuþjálfari hjá Þrótti.
  • Soffía Ámundadóttir, knattspyrnuþjálfari hjá Val.

Eru umræddir þjálfarar vel að þessu komnir og er þeim óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Í lok fundar var Þórhallur Siggeirsson með erindi um hugleiðingar hans um umhverfi knattspyrnuþjálfarans. Þórhallur kom víða við í fyrirlestri sínum og er óhætt að segja að hann hafi ekki skafið utan af hlutunum. Erindi Þórhalls var einkar hreinskiptið og áhugavert. Eru félagsmenn hvattir til þess að hlýða á erindið.    

Um leið og stjórn KÞÍ þakkar félagsmönnum sínum fyrir samstarfið á síðasta starfsári er athygli vakin á því unnt er að hlýða á upptöku af aðalfundinum inni fésbókarsíðu KÞÍ.  

Stjórn KÞÍ.

Skilaboð frá stjórn KÞÍ

Ágætu knattspyrnuþjálfarar

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) vill vekja athygli á sameiginlegum fræðsluviðburði KÞÍ og KSÍ í Fífunni á miðvikudag þegar danski knattspyrnuþjálfarinn Kasper Hjulmand kemur hingað til lands. Viðburður þessi hefur þegar verið auglýstur, sjá t.d. http://kthi.is/read/2020-02-17/kasper-hjulmand-26-februar-2020/.  Viðbrögð hafa verið góð og allmargir hafa þegar skráð sig sem er ánægjulegt.

Stjórn KÞÍ vill hvetja sem flesta að sækja viðburðinn sem er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Þá vill stjórnin enn fremur þakka þjálfurum fyrir góð viðbrögð við greiðslu árgjaldsins fyrir árið 2020 en greiðsluseðlar voru sendir út um síðustu mánaðamót. Viðbrögðin eru betri en undanfarin ár og sérstaklega er ánægjulegt að sjá að konum í félaginu hefur fjölgað. 

Þeir þjálfarar sem ekki eru skráðir í KÞÍ geta ávallt gert það í gegnum heimasíðu félagsins, http://kthi.is/page/skraning-i-felagid. Þá er einnig unnt að senda tölvupóst á kthi@kthi.is og skrá sig með þeim hætti. Athygli er þó vakin á því að skráning verður ekki fullgild fyrr en við greiðslu árgjalds, 6.000 kr. Unnt er að leggja andvirði árgjaldsins inn á bankareikning félagsins, nr. 140-26-051279 (kt. 501279-0139), með skýringunni „Árgjald 2020“.   

Í ár er afmælisár KÞÍ en félagið verður 50 ára. Ráðgert er að félagið muni standa fyrir nokkrum viðburðum á árinu sem auglýstir verða sérstaklega, þ. á m. afmælishátíð í nóvember. Stefnt er að því að þeir viðburðir verði, sem fyrr, fræðslutengdir og félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Trauðla þarf að fjölyrða um ávinning þess að vera félagsmaður í KÞÍ en um það hefur stjórn félagsins og einstakir stjórnarmenn margoft fjallað um í pistlum undanfarinna ára. Á hinn bóginn skorar stjórn KÞÍ á knattspyrnuþjálfara að bindast samtökum KÞÍ í auknum mæli með því að greiða árgjald félagsins og þannig leggja sitt af mörkum til þess að gera félagið að öflugum þrýstihópi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Því miður er það svo að uppbygging knattspyrnuhreyfingarinnar er með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir því að knattspyrnuþjálfarar hafi sérstaka stöðu og/eða talsmann innan hreyfingarinnar. Knattspyrnuþjálfarar geta hins vegar verið öflugur þrýstihópur og tryggt þannig lýðræðislegt aðhald innan hreyfingarinnar. Besta leiðin til þess að bindast samtökum KÞÍ þannig að stjórn félagsins fái umboð sem flestra knattspyrnuþjálfara til þess að vinna að hagsmunamálum þjálfara.

Virðingarfyllst,

stjórn KÞÍ.