Uncategorized

Eggert Jóhannesson er látin 83 á að aldri.

Eggert á langa sögu sem knattspyrnuþjálfari en hann hóf knattspyrnuferil sinn hja uppeldisfélagi sínu Vikingi. Hjá Víkingi starfaði hann í mörg ár og átti farsælan feril þar. Eftir það kom hann víða við fór meðal annars til Færeyja og þjálfaði B-36 og var þar í nokkurn tíma. Er heim kom gerðist hann þjálfari hjá Víði Garði og fleiri félögum. Ég kynntist Eggerti náið eftir að stofnfundur knattspyrnuþjáfarafélags Ísland (KÞÍ) var haldinn  í hátíðasal Austurbæjarskóla fyrir réttum 50 árum síðan en á þeim fundi sátum við Eggert ásamt nokkrum áhugasömum knattspyrnuþjálfurum. Aðalhvatamaður að þessum stofnfundi var Albert Guðmundsson sem þá var formaður KSÍ. Eggert tók við formennsku félagsins af fyrrum formönnum KÞÍ, þeim Sölva Óskarssyni sem var fyrsti formaður félagsins og Þóhalli Stígssyni. Eggert fékk undirritaðan til að vera með sér í stjórn sem varði í ein tíu ár. Hann var mjög áhugasamur um hag knattspyrnuþjalfarafélagsins og í hans formannstíð varð KÞÍ aðili að stofnun knattspyrnuþjálfarafélags Evrópu sem var mikið framfaraspor fyrir knattspyrnuþjálfara í Evropu ekki síst hér á landi en við það opnuðust ýmsar leiðir á námskeið og ráðstefnur í mörgum löndum.

Samskipti okkar Eggerts hafa alltaf verið mikil og náin í gegnum tíðina eða allt til þess tíma að hann veiktist af þessum sjúkdómi sem felldi hann að lokum. Ég náði að heimsækja Eggert rétt fyrir andlát hans og var mikið af honum dregið en hann hafði þó þrek til að teikna upp nokkrar æfingar fyrir okkur sem sýndi hvar hugur hans lá. Ég vil að lokum þakka Eggerti fyrir samveruna og vináttuna á okkar langa knattspyrnuþjalfaraferli um leið og ég flyt kveðju frá stjórn knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands með þökk fyrir hans mikla starf í þágu félagsins. Ég votta fjölskyldu Eggerts mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Lárus Loftsson

Fréttir

Sex ástæður fyrir því að öll börn ættu að prufa að spila í marki

Markmannsstaðan er sú staða sem sker sig úr frá hinum. Markmaðurinn er sá leikmaður sem er í öðrum lit og getur notað hendur (í handbolta má markmaðurinn nota fæturnar). Markmaðurinn er í sviðsljósinu þegar mörk eru skoruð. Það eru sérstakir karakterar sem velja að spila í marki. Skrýtnir og jafnvel pínu klikkaðir. Markmannsstaðan gleymist oft í þjálfun og er iðulega vanrækt.

Margir leikmenn fara í gegnum allan sinn feril án þess að hafa nokkurn tíma verið markmenn í keppnisleik. Þegar þjálfarar leggja áherslu á að leikmenn spili allar stöður, þá gleymist mjög oft að láta þá spila í marki. Með því erum við að minnka möguleikann á því að uppgötva eða sjá efnivið til framtíðar. Börn sem velja að vera markmenn eru/verða kannski ekki besti markmaðurinn. Þess vegna er mikilvægt að prufa sem flesta í markmannsstöðuna. Þannig finnum við rétta markmanninn.

Til þess að leikmenn geti náð heildarsýn og fullkomnað ferillinn sinn tel ég að þeir verða að spila í marki einhvern tíma á ferlinum.

Hér er ástæðan:

1. Þeir munu þróa nýja hæfileika

Markmannsstaðan krefst öðruvísi kunnáttu en aðrir leikmenn og engu að síður þurfa þeir að vera jafn góðir tæknilega og aðrir leikmenn. Með því að spila sem markvörður munu leikmenn þroska þessa færni. Það krefst líka fjölda nýrra líkamlegra hreyfinga. Samhæfingin og íþróttamennskan (tækni, hraða, styrk, fitness og einbeitingu) sem þarfnast til að vera góður markmaður hjálpar krökkunum að þróast í að vera betri íþróttamenn og bætir leik þeirra sem leikmenn inn á vellinum. Svo jafnvel þó að markmannsstaðan sé ekki langtímastaða barnsins þá mun færni og liðleiki sem þau þroska með sér gagnast þeim til framtíðar.

2. Þeir munu þróa nýtt sjónarhorn


Markmenn sjá leikinn frá allt öðru sjónarhorni. Allur leikurinn er fyrir framan þá. Þeir geta séð allt gerast. Með því að horfa á leikinn frá þessu sjónarhorni geta leikmenn öðlast nýja vídd og gert sér grein fyrir hugtökum sem þeir áður skildu ekki eða hugsuðu um. Til dæmis, með talanda. Leiðbeina varnarmanninum sem sá ekki hlaupið á fjær. Að spila sem markmaður, getur hann séð þessar aðstæður frá sjónarhorni varnarmannsins, sem getur hjálpað honum öðlast meiri leikskilning og eykur sjálfstraustið líka.

3. Það byggir upp karakter.


Börn kenna of markmanni um ef illa gengur og því sé staðan krefjandi. Að hreyfa sig milli stanga á sekúndubrotum, skutla sér, standa hratt upp. Að skutla sér og uppstökk eru allt mjög líkamlega krefjandi aðgerðir. Svo er það að skutla sér á boltann þegar leikmaður er að fara sparka boltanum. Til þess þarf mikið hugrekki og þor. Það er líka ákveðin pressa á markmanninum. Að vera síðasti leikmaðurinn sem reynir að stöðva boltann – sérstaklega í skyndisóknum – 1vs1 – er erfið staða.
Iðulega er markmanni þakkað sigur og kennt um tap. Að læra að takast á við og vinna bug á þessari pressu og álagi er mikilvægt fyrir alla knattspyrnumenn. Ef leikmaðurinn getur komist í gegnum allar þær hindranir sem þarf til að spila í markinu verður barnið betri og sterkari karakter.

4.Þeir munu þróa með sér samkennd.


Oft er ekki mikill skilningur á vinnu markmannsins, hvert sé hans hlutverk og hvað hann getur komið í veg fyrir. Það er erfitt fyrir aðra að tengjast þeim og skilja hvað þeir ganga í gegnum. Ef allir leikmenn hafa prufað að vera markmenn þá eykst skilningurinn þeirra. Þetta er mikilvægt fyrir þróun jákvæðrar og uppbyggjandi samskipta innan liðsins. Sérstaklega hef ég orðið var við að þegar markmenn eru að fara úr 7 manna bolta í 11 manna boltann þá eru mörkin stærri og markverðirnir verða hræddir,missa sjálfstraustið og vilja hætta ad vera i marki. Það er okkar hlutverk að hvetja þau áfram og útskýra að það tekur tíma að aðlagast stærri mörkum, það er einnig mikilvægt að taka umræðuna innan liðsins. T.d. að spila 11 mann bolta um haustið áður en leikmenn flytjast upp. Það tekur tíma að aðlagast.

5.Það gæti verið köllun þeirra.


Ef við prufum ekki, þá munu við aldrei vita hvort okkur líkar eða erum góð í því. Það er mögulegt að það séu miklu fleiri frábærir markmenn þarna úti sem við munum aldrei vita af því þeir hafa í raun aldrei prufað. Með börnunum vitum við aldrei hvenær þau geta þróað ástríðu fyrir einhverju. Það er mikilvægt að við leyfum krökkum að fá tækifæri til að þróa ástríðu fyrir markmannsstöðunni. Þrátt fyrir að við séum nú þegar með góðan markmann og okkar helsti markaskorari vilji prófa ad vera i marki verðum við að gefa honum tækifæri til að reyna sig. Við vitum aldrei hvort eftir 5 ár, að markvörður skipti um skoðun og markaskorarinn er ekki lengur fær um að klára færi eins og áður.
Ekki láta 5 ár fara til spillis án þess að sjá að minnsta kosti hvort það gæti verið efnilegur markmaður þar á ferð. Það getur verið lítið að gera í markinu í yngstu flokkunum og það hefur komið fyrir að markmenn hætti. Stundum þurfum við að leyfa markmanninum að spreyta sig úti.

6. Þeir gætu orðið þjálfarar


Allir leikmenn vita að einn daginn endar ferillinn. Margir þeirra verða þjálfarar. Það er lykilatriði að allir þjálfarar séu fróðir um markmannsstöðuna. Með því að hafa spilað í marki af einhverju leiti og þannig haft smá innsýn í hvernig er að vera markmaður nýtist honum sem þjálfara að sinna markmönnunum sýnum betur. Sem skilar sér örugglega í betri árangri, liðsheild og þjálfarar skilji leikinn í heild sinni betur.
Sem þjálfarar verðum við að hvetja og leyfa öllum ungu leikmönnunum okkar að prófa að vera í marki einhvern tíma. Við sem foreldrar og þjálfarar verðum að hvetja börnin til að prófa að vera í marki.
Sumir þeirra gætu verið stressaðir yfir því. Við verðum að vera jákvæð, hjálpa þeim að slaka á og hjálpa þeim að sjá það sem tækifæri til að læra og verða betri. Það er enginn raunverulegur þrýstingur. Svo lengi sem þeir gera sitt besta ættum við að vera ánægð með frammistöðu þeirra og gefa jákvæð viðbrögð. Leyfa krökkum að verða bestu leikmenn sem þeir geta verið. Leyfum þeim öllum að prufa að spila í marki. Þar kemur að ábyrgð okkar sem þjálfara. Það eru nokkrir klúbbar/þjálfarar sem eru eða hafa verið að rótera leikmönnum í gegnum tíðina. Við þurfum ad gera meira af því.

Þorsteinn Magnússon
UEFA A License
UEFA A Goalkeeping License
Aðstoðar- & Markmannsþjálfari
Víkingur Mfl. Kvenna

Uncategorized

Aðalfundur KÞÍ 15.október

Ágætu félagsmenn og aðrir hlutaðeigandi!

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ), verður haldinn föstudaginn 15. október nk., kl. 18:00 í Fylkishöll.

Upphaflega átti að halda fundinn eigi síðar en í lok apríl á þessu ári en vegna aðstæðna í samfélaginu reyndist það ekki unnt. Af þeim sökum var ákveðið að halda fundinn að hausti.

Dagskrá fundar samkvæmt 10. gr. laga KÞÍ verður eftirfarandi:

• Fundarsetning.

• Kosning fundarstjóra og fundarritara.

• Skýrsla stjórnar.

• Reikningar félagsins.

• Lagabreytingar.

• Kosning stjórnarmanna samkvæmt ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga KÞÍ.

• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.•

Ákvörðun um árgjald samkvæmt 6. gr. laga KÞÍ.

• Önnur mál.

Léttar veitingar verða á boðstólum

Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta

Stjórn KÞÍ.

Uncategorized

Aðalfundur KÞÍ

Ágætu félagsmenn og aðrir hlutaðeigandi! Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ), verður haldinn föstudaginn 15. október nk., kl. 18. Fundarstaður hefur ekki verið ákveðinn en verður auglýstur þegar hann liggur fyrir. Upphaflega átti að halda fundinn eigi síðar en í lok apríl á þessu ári en vegna aðstæðna í samfélaginu reyndist það ekki unnt. Af þeim sökum var afráðið að halda fundinn á hausti komanda.

Dagskrá fundar samkvæmt 10. gr. laga KÞÍ verður eftirfarandi:

• Fundarsetning.

• Kosning fundarstjóra og fundarritara.

• Skýrsla stjórnar.

• Reikningar félagsins.

• Lagabreytingar.

• Kosning stjórnarmanna samkvæmt ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga KÞÍ.

• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.•

Ákvörðun um árgjald samkvæmt 6. gr. laga KÞÍ.

• Önnur mál.

Athygli er vakin á því að tilnefningar til stjórnarkjörs KÞÍ þurfa að hafa borist stjórn KÞÍ á netfangið kthi@kthi.is síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund félagsins samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga KÞÍ. Að þessu sinni eru þrjú sæti stjórnarmanna laus, þ.e. formanns og tveggja stjórnarmanna, auk tveggja varamanna í stjórn. Sérstök athygli er vakin á því að nýr formaður verður kosinn þar sem núverandi formaður, Sigurður Þórir Þorsteinsson, mun að óbreyttu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að bjóða sig fram. Þá er athyglin vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund samkvæmt 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna.Léttar veitingar verða á boðstólum.Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta. Áformað er einnig að streyma fundinum en sú framkvæmd veltur á því hvernig fjöldatakmörkunum verður háttað.

Stjórn KÞÍ.

Uncategorized

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 2021

Föstudaginn 1. október munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna, sem fram fer sama dag. En það eru Breiðablik og Þróttur R. sem leika til úrslita.

Ráðstefnan fer fram í sal ÍSÍ að Engjavegi 6 og hefst kl. 16.00. Dagskrá má finna í viðhengi.

Hingað til lands kemur Stefan Alvén, en hann er íþróttastjóri Elitfotboll Dam (EFD) í Svíþjóð. EFD virkar sem eins konar gæða eftirlitskerfi í kringum knattspyrnu kvenna í Svíþjóð og starf Stefan hjá EFD snýst um að meta og hafa eftirlit með starfsemi félaga, m.a. þá þætti er snúa að þjálfun og þróun efnilegra stúlkna og aðstoða félögin í að bæta umhverfið í kringum knattspyrnu kvenna þar í landi.

Erindi Stefan Alvén höfðar ekki síst til þeirra aðila sem koma að skipulagi og stjórnun kvennaboltans í félögum og hvetjum við starfsmenn og fulltrúa í barna- og unglingaráðum félaga eindregið til að skrá sig. Ásamt auðvitað þjálfurum.

Þá verður einnig fjallað ítarlega um þau lið sem leika til úrslita, Breiðablik og Þróttur R.

Opið er fyrir skráningu og hægt er að skrá sig hér: https://forms.gle/xMcG4JfJQRmMRAvB7

Frítt er á ráðstefnuna fyrir félagsmenn í KÞÍ. 3.000 kr. kostar fyrir aðra ráðstefnugesti.

Þjálfarar sem sækja ráðstefnuna fá 4 tíma í endurmenntun á sinni UEFA þjálfaragráðu.

Uncategorized

Coerver námskeið

Coerver Coaching með samþykki frá Adidas Global ætla að bjóða félögum í KÞÍ (50 fyrstu sem skrá sig) frítt á þjálfaranámskeiðið okkar um næstu helgi.


Um er að ræða sama skráningarhlekk og áður en menn setja inn PREDATORFREAK í ,,code” og þá fá menn frítt á námskeiðið.


https://coerver.no/product/adidas-coaches-clinic-april


Er þetta liður í að styðja þjálfara á þessum erfiðu tímum og þetta vill Coerver Coaching í þeirri viðleitni.

Uncategorized

Coerver námskeið

Adidas coaches clinic 202110. og 11. apríl.

Námskeiðið inniheldur meira en 40 nýjar Coerver æfingar sem þú getur notað á æfingum liðsins.

Gagnvirk e-book sem þú getur tekið með þér á völlinn t.d. í símanum.

40 æfingar sem leikmennirnir ykkar geta notað fyrir utan skipulagða þjálfun.

Og margt fleira!

Skráðu þig núna!

https://coerver.no/product/adidas-coaches-clinic-april

Fyrir frekari upplýsingar þá er hægt að hafa samband á heidar.torleifsson@coerver.is

Uncategorized

Pistill til félagsmanna

Kæru knattspyrnuþjálfarar

Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands (KÞÍ) vill byrja á að þakka þeim sem hafa skráð sig í félagið. Við hvetjum aðra til að ganga til liðs við félagið. Félagið hefur stækkað og styrkst undanfarin ár og stendur vel.

Til að halda áfram að skapa umgjörð í kringum þjálfara og veita þeim aðhald er brýnt að þjálfarar bindist samtökum. KÞÍ sendi rafrænan greiðsluseðil í heimabanka þeirra sem áður hafa verið í félaginu.

Einnig er hægt að skrá sig í félagið með því að greiða inná reikning félagsins með skýringuna „árgjald 2021“: Reikningur nr. 0140-26-051279 (kt. 501279-0139). Árgjaldið er það sama og áður einungis, 6.000 kr.

Eins og fyrri ár fylgir gjöf með árgjaldinu sem kynnt verður betur síðar. Þeir sem hafa greitt árgjaldið og síðustu tvö ár geta sótt um veglega styrki að upphæð 75 þús. kr. til endurmenntunar. Senda skal umsókn um styrki á netfangið kthi@kthi.is.

Árið 2021 er og verður ár viðspyrnu á Íslandi. Það á einnig við um þjálfarafélagið okkar. Við erum að fara inn í nýtt starfsár með nýjum stjórnarmeðlimum þar sem formaður og aðrir stjórnarmenn stíga til hliðar.

Aðalfundur félagsins hefur verið settur á 21. apríl næstkomandi. Tilnefningar til stjórnarkjörs KÞÍ skulu berast stjórn KÞÍ á netfang félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Til að halda áfram að byggja ofan á félagið okkar, hvetjum við félagsmenn til að ganga frá greiðslu árgjalds í tíma.

Ef spurningar vakna ekki hika við að senda okkur línu á kthi@kthi.is

Kveðja

Stjórn KÞÍ

Uncategorized

Jozef Venglos látinn (1936-2021)

Þær sorgarfréttir bárust að fyrrverandi formaður AEFCA, evrópskra knattspyrnuþjálfarafélagsins og heiðursformaður þess er látinn 85 ára að aldri. Hann náði eftirtektarverðum árángri sem þjálfari landsliðs Tékkóslóvakíu og má þar nefna 3. sæti á EM 1980 og 8-liða úrslit á HM 1990. Auk þjálfaði hann m.a. stórlið Aston Villa og Glasgow Celtic. Tilkynningu AEFCA má lesa hér að neðan þar sem Jozef Venglos er minnst:

ALLIANCE OF EUROPEAN FOOTBALL COACHES’ ASSOCIATIONS

Dr. Jozef Venglos 18.2.1936 – 26.1.2021 

 The Gentleman left the pitch. 

It is with great sadness that AEFCA has to give notice the death of its long-time President and  Honorary President Dr. Jozef Venglos. 

He passed away within the close family circle in his house in Bratislava after a long illness. 

Dr. Venglos was elected in 1996 at the 6th General Assembly of AEFCA (former UEFT) in Limassol  and became 3rd. AEFCA-President – a function he has exercised with the highest proficiency and  commitment ever since his retirement in 2013.  

The General Assembly elected him because of his outstanding service to the AEFCA to the  1st Honorary President of AEFCA in Antalya 2013. 

Under his leadership, the AEFCA (former UEFT) developed into a junior partner of UEFA and FIFA,  he used his large network and contacts for the benefit of the AEFCA and set the course for a  successful future.

Joe as his friends called him, plied his trade with topclub Slovan Bratislava, the team he  remained loyal to for 12 years, captaining his side to win the CSSR-Championship in 1955. He won a total of 33 caps for his country´s various national and olympic teams. 

After his playing career, Venglos gained his first experience as headcoach of the Australian  national team from 1967-1969, during which period he also managed professional club side  FC Sydney Prague. 

Following his return home in 1969 he continued his remarkable coaching career by accepting  the position of coach for VSS Kosice until 1971.  

At he same time he was entrusted with coaching the Czechoslovakian U23 national team,  which was crowned European Champion in 1972. 

More sweet success arrived in the shape of one CSSR cup- and two championships with  Slovan Bratislava 1973 – 1976. 

Czechoslovakian FA was keen to secure the rising star´s service for its national « A » team  together with headcoach Vaclav Jezek.  

The 1976 European Championship in Jugoslavia turned out a huge success for Jezek and  Venglos, who joined their country in celebration when the CSSR national team beat Germany  on penalties in the final in Belgrade. 

He continued as headcoach until 1982, coming third at the 1980 European Championship in Italy. During his second assignment to CSSR headcoach (1987-1990) the national team went through  to the quarterfinals of the 1990 FIFA World Cup in Italy. 

Other milestones of his coaching career included positions as national teamcoach of Slovakia,  Malaysia, Oman, as well as headcoach of various topclubs (Sporting Lisbon, Aston Villa,  Fenerbace Istanbul, Celtic Glasgow) in Europe and beyond (JEF United, Japan). 

Dr. Jozef Venglos was a true ambassador of the game, passing on the vast experience he has  acquired over many years. A frequent traveller, he lead a globetrotting life as one of UEFA´s  Technical Advisors or as a Technical Instructor for, and on behalf of, FIFA. 

Several times he was in important part of the technical study groups at the FIFA worldchampion ships in Mexico 1986, in USA 1994, in France 1998 and in Korea/Japan in 2002. Jozef chaired the UEFA Technical Development Committee for years.  

On the occasion of FIFA´s Centenary in 2014 at the congress in Paris he was awarded the  « FIFA Centenial Order of Merit » for his outstanding achievements in the game. 

In 2007 he was awarded the Diamond Order of Merit of UEFA for the development of football. Slovakian FA and journalists appointed him Coach of the Century

There is no doubt that Jozef left his mark on slovakian, european and international football. One of the greatest gentlemen in football has left us forever, he will be truly missed. 

Our thoughts and compassion are with his family 

Rest in Peace, dear friend Joe. 

Walter Gagg

AEFCA President

Jürgen Pforr 

AEFCA Secretary General

Uncategorized

Ingó spilar fyrir þjálfara

Sælir þjálfarar og gleðilega hátíð

Í tilefni stórafmælis KÞÍ ætlum við að vera með smá gleði miðvikudaginn 30. desember. Eins og allir vita þá hefur ekki verið hægt að halda neina viðburði eins og við hefðum viljað í ár vegna Covid faraldursins, eins og til að mynda ráðstefnur og afmælisveislu.

Þess vegna höfum við fengið Ingólf Þórarinsson fyrrum leikmann Fram, Selfoss, Víkings R. og fleiri liða betur þekktur sem Ingó veðurguð til að spila fyrir okkur þjálfara í 40 mínútur og hefst viðburðurinn kl. 21:00.

Streymið verður opið fyrir alla þjálfara á facebooksíðu KÞÍ og mun linkurinn birtast á miðvikudaginn hér á síðunni.

Jólakveðja

Stjórn KÞÍ