Siðareglur KÞÍ

1.   Í knattspyrnu skipta leikmennirnir höfuðmáli. Æðsta markmið þjálfara er heildrænn þroski, velferð, leikgleði og öryggi leikmannanna.

2.   Ábyrgð þjálfara felst í því að kenna leikmönnum að ná árangri með heiðarlegri framkomu, virðingu fyrir reglum íþróttarinnar og íþróttamannslegri hegðun í hvívetna.

3.   Þjálfurum ber að koma fram við starfsfólk á kappleikjum af virðingu og háttvísi og ber að kenna leikmönnum sínum hið sama.

4.   Andstæðingum ber að sýna virðingu. Þjálfarar skulu vera til fyrirmyndar hvað varðar virðingu fyrir andstæðingunum og vænta sams konar hegðunar af hálfu leikmanna sinna.

5.   Hvort heldur um tap eða sigur er að ræða skulu þjálfarar koma fram af reisn, virðingu og stillingu.

6.   Þjálfurum ber í hvívetna að fylgja lögum og reglum þeirra stofnana sem þeir heyra undir: íþróttafélaga, skóla, stuðningsaðila og yfirvalda íþróttamála.

7.   Þjálfarar eru málsvarar knattspyrnuíþróttarinnar og í því felst, meðal annars, að koma fram við fjölmiðla af kurteisi, heiðarleika og virðingu.

8.   Þjálfurum ber að vinna gegn einelti og sýna virkan stuðning við menningarlegan fjölbreytileika með því að sporna gegn hvers kyns mismunun, þar með talið – en þó ekki einskorðað við – kynþáttafordóma og kynjamismunun meðal knattspyrnuiðkenda.

9.   Þjálfarar eru ábyrgir fyrir því að taka virkan þátt í fræðslu, forvörnum og meðferð varðandi misnotkun á lyfjum, áfengi og tóbaki, jafnt í eigin lífi sem og í líferni leikmanna.

10.  Þjálfurum ber að forðast hvers kyns persónulegar ávirðingar eða áreitni, hvort heldur munnlega, líkamlega, tilfinningalega eða kynferðislega, og sporna gegn slíkum ávirðingum eða áreitni meðal knattspyrnuiðkenda.

11.  Þjálfarar skulu sýna sérstaka virðingu hverjum þeim sem vill auka veg knattspyrnunnar og beita viðeigandi samskiptareglum við að sporna gegn og uppræta hvers kyns hegðun sem kemur óorði á íþróttina – ofbeldi, misþyrmingar, óheiðarleika, virðingarleysi og brot gegn settum reglum í leik og keppni.