Merki félagsins

Knattspyrnuþjálfarafélagið stóð fyrir samkeppni um nýtt merki í tilefni afmælisárs félagsins 2020. Samkeppnin stóð yfir í september mánuði og gátu allir tekið þátt. 

Sigurvegari samkeppninnar var Geirlaugur Árni Kristjánsson. Gaman er að segja frá því að hann kemur úr knattspyrnuumhverfinu okkar. Hann er leikmaður 4. deildarliðsins Augnabliks en hefur áður leikið með Smára, KV og Völsungi. Geirlaugur stundar nám í Academy of Art University á skólastyrk í gegnum fótboltann.

Í samtali sagði Geirlaugur að merkið sé nútímalegt og einfalt, virki á ýmsum vörum og fatnaði, sé auðlesið bæði stórt og smátt og virki vel í einum lit.