Aðstoð við þjálfara

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands býður meðlimum sínum upp á aðstoð við úrlausn erfiðra mála.

KÞÍ bendir þjálfurum á að vanda til verka við gerð samninga við félög. Ár hvert koma upp mál þar sem aðilar eru ekki sammála um túlkun ákvæða samninga eða jafnvel að um augljós samningsbrot er að ræða.

Umfang aðstoðar er metin í hverju máli fyrir sig og fullum trúnaði er heitið. Hafa má samband við þann stjórnarmann KÞÍ sem hver og einn kýs og viðkomandi kemur málinu í viðeigandi farveg. Skilyrði við aðstoð er að viðkomandi þjálfari sé meðlimur í KÞÍ.