Um félagið

 Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands var stofnað 13. nóvember 1970.

Markmið og tilgangur félagsins skulu vera:

  • Að sameina knattspyrnuþjálfara í eitt félag.
  • Að vinna að hagsmunamálum knattspyrnuþjálfara í hvívetna.
  • Að stuðla að jafnrétti meðal þjálfara.  
  • Að auka áhuga á knattspyrnuþjálfun.
  • Að stuðla að því að allir þeir sem starfa við knattspyrnuþjálfun, hafi hlotið undirstöðumenntun í knattspyrnuþjálfun.
  • Að auka menntun þeirra, er starfa að tilsögn og þjálfun í knattspyrnu.
  • Að kappkosta að eiga sem best samstarf við KSÍ og alla þá sem vinna að eflingu og útbreiðslu knattspyrnunnar.
  • Að koma á og viðhalda samskiptum við knattspyrnuþjálfarafélög erlendis.
  • Vera virkur málsvari knattspyrnuþjálfara.