Sælir þjálfarar og gleðilega hátíð
Í tilefni stórafmælis KÞÍ ætlum við að vera með smá gleði miðvikudaginn 30. desember. Eins og allir vita þá hefur ekki verið hægt að halda neina viðburði eins og við hefðum viljað í ár vegna Covid faraldursins, eins og til að mynda ráðstefnur og afmælisveislu.
Þess vegna höfum við fengið Ingólf Þórarinsson fyrrum leikmann Fram, Selfoss, Víkings R. og fleiri liða betur þekktur sem Ingó veðurguð til að spila fyrir okkur þjálfara í 40 mínútur og hefst viðburðurinn kl. 21:00.
Streymið verður opið fyrir alla þjálfara á facebooksíðu KÞÍ og mun linkurinn birtast á miðvikudaginn hér á síðunni.
Jólakveðja
Stjórn KÞÍ