Uncategorized

Aðalfundur KÞÍ

Ágætu félagsmenn og aðrir hlutaðeigandi! Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ), verður haldinn föstudaginn 15. október nk., kl. 18. Fundarstaður hefur ekki verið ákveðinn en verður auglýstur þegar hann liggur fyrir. Upphaflega átti að halda fundinn eigi síðar en í lok apríl á þessu ári en vegna aðstæðna í samfélaginu reyndist það ekki unnt. Af þeim sökum var afráðið að halda fundinn á hausti komanda.

Dagskrá fundar samkvæmt 10. gr. laga KÞÍ verður eftirfarandi:

• Fundarsetning.

• Kosning fundarstjóra og fundarritara.

• Skýrsla stjórnar.

• Reikningar félagsins.

• Lagabreytingar.

• Kosning stjórnarmanna samkvæmt ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga KÞÍ.

• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.•

Ákvörðun um árgjald samkvæmt 6. gr. laga KÞÍ.

• Önnur mál.

Athygli er vakin á því að tilnefningar til stjórnarkjörs KÞÍ þurfa að hafa borist stjórn KÞÍ á netfangið kthi@kthi.is síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund félagsins samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga KÞÍ. Að þessu sinni eru þrjú sæti stjórnarmanna laus, þ.e. formanns og tveggja stjórnarmanna, auk tveggja varamanna í stjórn. Sérstök athygli er vakin á því að nýr formaður verður kosinn þar sem núverandi formaður, Sigurður Þórir Þorsteinsson, mun að óbreyttu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að bjóða sig fram. Þá er athyglin vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund samkvæmt 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna.Léttar veitingar verða á boðstólum.Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta. Áformað er einnig að streyma fundinum en sú framkvæmd veltur á því hvernig fjöldatakmörkunum verður háttað.

Stjórn KÞÍ.

Leave a Reply