Markmannsstaðan er sú staða sem sker sig úr frá hinum. Markmaðurinn er sá leikmaður sem er í öðrum lit og getur notað hendur (í handbolta má markmaðurinn nota fæturnar). Markmaðurinn er í sviðsljósinu þegar mörk eru skoruð. Það eru sérstakir karakterar sem velja að spila í marki. Skrýtnir og jafnvel pínu klikkaðir. Markmannsstaðan gleymist oft í þjálfun og er iðulega vanrækt.
Margir leikmenn fara í gegnum allan sinn feril án þess að hafa nokkurn tíma verið markmenn í keppnisleik. Þegar þjálfarar leggja áherslu á að leikmenn spili allar stöður, þá gleymist mjög oft að láta þá spila í marki. Með því erum við að minnka möguleikann á því að uppgötva eða sjá efnivið til framtíðar. Börn sem velja að vera markmenn eru/verða kannski ekki besti markmaðurinn. Þess vegna er mikilvægt að prufa sem flesta í markmannsstöðuna. Þannig finnum við rétta markmanninn.
Til þess að leikmenn geti náð heildarsýn og fullkomnað ferillinn sinn tel ég að þeir verða að spila í marki einhvern tíma á ferlinum.
Hér er ástæðan:
1. Þeir munu þróa nýja hæfileika
Markmannsstaðan krefst öðruvísi kunnáttu en aðrir leikmenn og engu að síður þurfa þeir að vera jafn góðir tæknilega og aðrir leikmenn. Með því að spila sem markvörður munu leikmenn þroska þessa færni. Það krefst líka fjölda nýrra líkamlegra hreyfinga. Samhæfingin og íþróttamennskan (tækni, hraða, styrk, fitness og einbeitingu) sem þarfnast til að vera góður markmaður hjálpar krökkunum að þróast í að vera betri íþróttamenn og bætir leik þeirra sem leikmenn inn á vellinum. Svo jafnvel þó að markmannsstaðan sé ekki langtímastaða barnsins þá mun færni og liðleiki sem þau þroska með sér gagnast þeim til framtíðar.
2. Þeir munu þróa nýtt sjónarhorn
Markmenn sjá leikinn frá allt öðru sjónarhorni. Allur leikurinn er fyrir framan þá. Þeir geta séð allt gerast. Með því að horfa á leikinn frá þessu sjónarhorni geta leikmenn öðlast nýja vídd og gert sér grein fyrir hugtökum sem þeir áður skildu ekki eða hugsuðu um. Til dæmis, með talanda. Leiðbeina varnarmanninum sem sá ekki hlaupið á fjær. Að spila sem markmaður, getur hann séð þessar aðstæður frá sjónarhorni varnarmannsins, sem getur hjálpað honum öðlast meiri leikskilning og eykur sjálfstraustið líka.
3. Það byggir upp karakter.
Börn kenna of markmanni um ef illa gengur og því sé staðan krefjandi. Að hreyfa sig milli stanga á sekúndubrotum, skutla sér, standa hratt upp. Að skutla sér og uppstökk eru allt mjög líkamlega krefjandi aðgerðir. Svo er það að skutla sér á boltann þegar leikmaður er að fara sparka boltanum. Til þess þarf mikið hugrekki og þor. Það er líka ákveðin pressa á markmanninum. Að vera síðasti leikmaðurinn sem reynir að stöðva boltann – sérstaklega í skyndisóknum – 1vs1 – er erfið staða.
Iðulega er markmanni þakkað sigur og kennt um tap. Að læra að takast á við og vinna bug á þessari pressu og álagi er mikilvægt fyrir alla knattspyrnumenn. Ef leikmaðurinn getur komist í gegnum allar þær hindranir sem þarf til að spila í markinu verður barnið betri og sterkari karakter.
4.Þeir munu þróa með sér samkennd.
Oft er ekki mikill skilningur á vinnu markmannsins, hvert sé hans hlutverk og hvað hann getur komið í veg fyrir. Það er erfitt fyrir aðra að tengjast þeim og skilja hvað þeir ganga í gegnum. Ef allir leikmenn hafa prufað að vera markmenn þá eykst skilningurinn þeirra. Þetta er mikilvægt fyrir þróun jákvæðrar og uppbyggjandi samskipta innan liðsins. Sérstaklega hef ég orðið var við að þegar markmenn eru að fara úr 7 manna bolta í 11 manna boltann þá eru mörkin stærri og markverðirnir verða hræddir,missa sjálfstraustið og vilja hætta ad vera i marki. Það er okkar hlutverk að hvetja þau áfram og útskýra að það tekur tíma að aðlagast stærri mörkum, það er einnig mikilvægt að taka umræðuna innan liðsins. T.d. að spila 11 mann bolta um haustið áður en leikmenn flytjast upp. Það tekur tíma að aðlagast.
5.Það gæti verið köllun þeirra.
Ef við prufum ekki, þá munu við aldrei vita hvort okkur líkar eða erum góð í því. Það er mögulegt að það séu miklu fleiri frábærir markmenn þarna úti sem við munum aldrei vita af því þeir hafa í raun aldrei prufað. Með börnunum vitum við aldrei hvenær þau geta þróað ástríðu fyrir einhverju. Það er mikilvægt að við leyfum krökkum að fá tækifæri til að þróa ástríðu fyrir markmannsstöðunni. Þrátt fyrir að við séum nú þegar með góðan markmann og okkar helsti markaskorari vilji prófa ad vera i marki verðum við að gefa honum tækifæri til að reyna sig. Við vitum aldrei hvort eftir 5 ár, að markvörður skipti um skoðun og markaskorarinn er ekki lengur fær um að klára færi eins og áður.
Ekki láta 5 ár fara til spillis án þess að sjá að minnsta kosti hvort það gæti verið efnilegur markmaður þar á ferð. Það getur verið lítið að gera í markinu í yngstu flokkunum og það hefur komið fyrir að markmenn hætti. Stundum þurfum við að leyfa markmanninum að spreyta sig úti.
6. Þeir gætu orðið þjálfarar
Allir leikmenn vita að einn daginn endar ferillinn. Margir þeirra verða þjálfarar. Það er lykilatriði að allir þjálfarar séu fróðir um markmannsstöðuna. Með því að hafa spilað í marki af einhverju leiti og þannig haft smá innsýn í hvernig er að vera markmaður nýtist honum sem þjálfara að sinna markmönnunum sýnum betur. Sem skilar sér örugglega í betri árangri, liðsheild og þjálfarar skilji leikinn í heild sinni betur.
Sem þjálfarar verðum við að hvetja og leyfa öllum ungu leikmönnunum okkar að prófa að vera í marki einhvern tíma. Við sem foreldrar og þjálfarar verðum að hvetja börnin til að prófa að vera í marki.
Sumir þeirra gætu verið stressaðir yfir því. Við verðum að vera jákvæð, hjálpa þeim að slaka á og hjálpa þeim að sjá það sem tækifæri til að læra og verða betri. Það er enginn raunverulegur þrýstingur. Svo lengi sem þeir gera sitt besta ættum við að vera ánægð með frammistöðu þeirra og gefa jákvæð viðbrögð. Leyfa krökkum að verða bestu leikmenn sem þeir geta verið. Leyfum þeim öllum að prufa að spila í marki. Þar kemur að ábyrgð okkar sem þjálfara. Það eru nokkrir klúbbar/þjálfarar sem eru eða hafa verið að rótera leikmönnum í gegnum tíðina. Við þurfum ad gera meira af því.
Þorsteinn Magnússon
UEFA A License
UEFA A Goalkeeping License
Aðstoðar- & Markmannsþjálfari
Víkingur Mfl. Kvenna