Uncategorized

Pistill til félagsmanna

Kæru knattspyrnuþjálfarar

Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands (KÞÍ) vill byrja á að þakka þeim sem hafa skráð sig í félagið. Við hvetjum aðra til að ganga til liðs við félagið. Félagið hefur stækkað og styrkst undanfarin ár og stendur vel.

Til að halda áfram að skapa umgjörð í kringum þjálfara og veita þeim aðhald er brýnt að þjálfarar bindist samtökum. KÞÍ sendi rafrænan greiðsluseðil í heimabanka þeirra sem áður hafa verið í félaginu.

Einnig er hægt að skrá sig í félagið með því að greiða inná reikning félagsins með skýringuna „árgjald 2021“: Reikningur nr. 0140-26-051279 (kt. 501279-0139). Árgjaldið er það sama og áður einungis, 6.000 kr.

Eins og fyrri ár fylgir gjöf með árgjaldinu sem kynnt verður betur síðar. Þeir sem hafa greitt árgjaldið og síðustu tvö ár geta sótt um veglega styrki að upphæð 75 þús. kr. til endurmenntunar. Senda skal umsókn um styrki á netfangið kthi@kthi.is.

Árið 2021 er og verður ár viðspyrnu á Íslandi. Það á einnig við um þjálfarafélagið okkar. Við erum að fara inn í nýtt starfsár með nýjum stjórnarmeðlimum þar sem formaður og aðrir stjórnarmenn stíga til hliðar.

Aðalfundur félagsins hefur verið settur á 21. apríl næstkomandi. Tilnefningar til stjórnarkjörs KÞÍ skulu berast stjórn KÞÍ á netfang félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Til að halda áfram að byggja ofan á félagið okkar, hvetjum við félagsmenn til að ganga frá greiðslu árgjalds í tíma.

Ef spurningar vakna ekki hika við að senda okkur línu á kthi@kthi.is

Kveðja

Stjórn KÞÍ

Leave a Reply